Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna 20. mars 2007 19:13 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira