Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna 20. mars 2007 19:13 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira