Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils 15. mars 2007 18:28 Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira