Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu 15. mars 2007 18:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira