Nefnd mælir með þróun EES samningsins 13. mars 2007 16:13 Frá fréttamannafundinum í dag. Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins. Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins.
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira