Tollkvótar hækka matarverð 4. mars 2007 18:30 Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar." Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira