Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins 2. mars 2007 18:30 Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira
Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira