Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins 2. mars 2007 18:30 Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð. Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira