Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá 5. febrúar 2007 18:43 Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira