Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil 23. janúar 2007 18:45 Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur." Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur."
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira