Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás 22. janúar 2007 18:30 Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira