Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf 21. janúar 2007 12:21 Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira