Háskólinn stefnir hátt 12. janúar 2007 23:36 Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira