Steingeld byggð á Slippsvæðinu 12. janúar 2007 18:39 Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira