Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu 9. janúar 2007 18:47 Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira