Private Cinema - Slaraffenland - Fjórar stjörnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 20. ágúst 2007 05:00 Grófkennd en meitluð áferð plötunnur minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Segir samt ákveðna og sterka sögu. Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira