Ný hönnun byggð á gamalli arfleifð 20. ágúst 2007 02:45 Eflaust hringir nafnið Andersen & Lauth bjöllum í huga einhverra borgarbúa enda var þetta nafnið á fyrsta klæðskeraverkstæðinu í Reykjavík. Hjónakornin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir sem oft eru kennd við búðina GK hafa nú blásið nýju lífi í heitið og hanna draumkennda og fagra nýja fatalínu undir nafninu Andersen & Lauth. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við hjónakornin um þetta nýja verkefni. Á heimasíðu merkisins segir: „Andersen & Lauth er byggt á arfi fyrstu íslensku klæðskerabúðarinnar sem opnuð var árið 1934. Þetta er nútíma lína, byggð á gæðum og handverki með rætur í hinni lifandi lista- og tónlistarsenu Reykjavíkur." Það er greinilegt að hin gamla arfleifð er Gunna og Kollu kær og þau leggja áherslu á að koma fram við hana af virðingu. „Þegar mest var voru þrjár Andersen & Lauth búðir í Reykjavík og flaggskipsbúðin var staðsett á Vesturgötu. Hún var opnuð í kringum 1960 og var þá sú stærsta í Skandinavíu. Það fóru allir Íslendingar og keyptu jakkafötin sín þarna og meðal annars faðir minn þegar ég var skírður árið 1971," segir Gunnar. „Þetta átti djúpar rætur í samfélaginu, allt var framleitt hérna en klæðskeraiðnin blómstraði þegar enn voru innflutningshöft á fatnaði. Því miður hvarf þessi iðn nánast þegar höftunum var aflétt." Hjónin kynntu sumarlínu sína fyrir næsta ár á nýafstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og að sögn þeirra var hönnun þeirra undir hinu gamla heiti afskaplega vel tekið. „Dönum hefur tekist að koma á fót sterkri tískuviku enda er heimamarkaður þeirra einstaklega sterkur þó hann sé ekki svo stór. Í dönskum tískuvöruverslunum er um 80 prósent varanna úr heimalandinu, það er svo sterk hefð í þessum bransa. Í landinu eru margir skólar sem kenna fagið og hafa gert það í mörg ár, við erum rétt að byrja hér á Íslandi," segir Gunni en Andersen & Lauth fékk fjölda pantana frá verslunum alls staðar að úr heiminum. Aðspurð hvaðan þau fái innblástur í hönnunina segir Kolla hana vera ansi mismunandi. „Núna fyrir sumarlínuna leituðum við í ljóst og náttúrulegt. Við erum samt að halda áfram með þessa heildarmynd og byggjum á gömlu í bland við hreinar línur." Að sögn Gunna nota þau mikið vísanir í gamalt handverk og leggja mikla áherslu á falleg smáatriði í flíkunum en mikið af kvenmannsfötunum eru handgerð með fínlegum útsaumi. „Við fáum einnig mjög mikinn innblástur bara frá fólki og erum heppin að hitta fullt af áhugaverðu fólki í okkar starfi." Fyrir hverja línu hanna Gunni og Kolla einnig fallega bók þar sem hægt er að skoða fötin og skyggnast inn í draumkenndan heim Andersen & Lauth. Einnig er öll umgjörð, standar í sýningarrýmum í fjölmörgum borgum í þessum sama stíl og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Það hefur virkað vel að hafa þessa sömu stemningu gegnumgangandi í öllu og það vekur rosalega athygli og sker sig úr í hinu mikla framboði í þessum geira," segir Gunni og Kolla bætir við: „Fólki finnst skemmtilegt að geta gengið inn í eins konar ævintýraheim." Andersen & Lauth-flíkur hafa nú verið seldar í búðir um allan heim og í næstu viku munu þær verða fáanlegar á Íslandi. „Þær verða í versluninni Maiu og einnig í herradeildinni í Bask," segir Kolla. Aðspurð hvað taki nú við hjá þeim segja þau: „Nú förum við í það að klára að hanna haustlínu ársins 2008. Við þurfum að koma henni frá okkur fyrir lok september svo að öll sýnishornin verði tilbúin í desember. Þá byrjar boltinn aftur að rúlla, það þýðir ekkert að stoppa." Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Eflaust hringir nafnið Andersen & Lauth bjöllum í huga einhverra borgarbúa enda var þetta nafnið á fyrsta klæðskeraverkstæðinu í Reykjavík. Hjónakornin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir sem oft eru kennd við búðina GK hafa nú blásið nýju lífi í heitið og hanna draumkennda og fagra nýja fatalínu undir nafninu Andersen & Lauth. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við hjónakornin um þetta nýja verkefni. Á heimasíðu merkisins segir: „Andersen & Lauth er byggt á arfi fyrstu íslensku klæðskerabúðarinnar sem opnuð var árið 1934. Þetta er nútíma lína, byggð á gæðum og handverki með rætur í hinni lifandi lista- og tónlistarsenu Reykjavíkur." Það er greinilegt að hin gamla arfleifð er Gunna og Kollu kær og þau leggja áherslu á að koma fram við hana af virðingu. „Þegar mest var voru þrjár Andersen & Lauth búðir í Reykjavík og flaggskipsbúðin var staðsett á Vesturgötu. Hún var opnuð í kringum 1960 og var þá sú stærsta í Skandinavíu. Það fóru allir Íslendingar og keyptu jakkafötin sín þarna og meðal annars faðir minn þegar ég var skírður árið 1971," segir Gunnar. „Þetta átti djúpar rætur í samfélaginu, allt var framleitt hérna en klæðskeraiðnin blómstraði þegar enn voru innflutningshöft á fatnaði. Því miður hvarf þessi iðn nánast þegar höftunum var aflétt." Hjónin kynntu sumarlínu sína fyrir næsta ár á nýafstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og að sögn þeirra var hönnun þeirra undir hinu gamla heiti afskaplega vel tekið. „Dönum hefur tekist að koma á fót sterkri tískuviku enda er heimamarkaður þeirra einstaklega sterkur þó hann sé ekki svo stór. Í dönskum tískuvöruverslunum er um 80 prósent varanna úr heimalandinu, það er svo sterk hefð í þessum bransa. Í landinu eru margir skólar sem kenna fagið og hafa gert það í mörg ár, við erum rétt að byrja hér á Íslandi," segir Gunni en Andersen & Lauth fékk fjölda pantana frá verslunum alls staðar að úr heiminum. Aðspurð hvaðan þau fái innblástur í hönnunina segir Kolla hana vera ansi mismunandi. „Núna fyrir sumarlínuna leituðum við í ljóst og náttúrulegt. Við erum samt að halda áfram með þessa heildarmynd og byggjum á gömlu í bland við hreinar línur." Að sögn Gunna nota þau mikið vísanir í gamalt handverk og leggja mikla áherslu á falleg smáatriði í flíkunum en mikið af kvenmannsfötunum eru handgerð með fínlegum útsaumi. „Við fáum einnig mjög mikinn innblástur bara frá fólki og erum heppin að hitta fullt af áhugaverðu fólki í okkar starfi." Fyrir hverja línu hanna Gunni og Kolla einnig fallega bók þar sem hægt er að skoða fötin og skyggnast inn í draumkenndan heim Andersen & Lauth. Einnig er öll umgjörð, standar í sýningarrýmum í fjölmörgum borgum í þessum sama stíl og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Það hefur virkað vel að hafa þessa sömu stemningu gegnumgangandi í öllu og það vekur rosalega athygli og sker sig úr í hinu mikla framboði í þessum geira," segir Gunni og Kolla bætir við: „Fólki finnst skemmtilegt að geta gengið inn í eins konar ævintýraheim." Andersen & Lauth-flíkur hafa nú verið seldar í búðir um allan heim og í næstu viku munu þær verða fáanlegar á Íslandi. „Þær verða í versluninni Maiu og einnig í herradeildinni í Bask," segir Kolla. Aðspurð hvað taki nú við hjá þeim segja þau: „Nú förum við í það að klára að hanna haustlínu ársins 2008. Við þurfum að koma henni frá okkur fyrir lok september svo að öll sýnishornin verði tilbúin í desember. Þá byrjar boltinn aftur að rúlla, það þýðir ekkert að stoppa."
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira