Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins 13. febrúar 2007 19:45 Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins. Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira