Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna 27. ágúst 2007 15:14 Heitar deilur urðu um framkvæmdir Kópavogsbæjar í Heiðmörk fyrr á árinu. MYND/Daníel Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Samkvæmt skýrslunni voru 559 tré af fimm tegundum felld í framkvæmdunum en 57 þeirra var skilað. Kópavogsbær og Skógræktarfélag Reykjavíkur höfðu deilt um þann fjölda trjáa sem fjarlægð voru í framkvæmdunum. Hélt Kópavogsbær því fram fyrr á árinu að þau væru um 90 og byggðist sú tala á skýrslu verktaka. Skógræktarfélagið taldi hins vegar að þau væru um þúsund. Skýrsla matsmanna leiðir hins vegar í ljós að 559 tré voru fjarlægð og 57 skilað aftur. Að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, er ekki tekið tillit til náttúrulegra birkitrjáa í skýrslunni en ef þau hefðu verið talin með væri fjöldi trjánna 800-900. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið en býst við að funda með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar um málið. Skógræktarfélagið sendi Kópavogsbæ kröfu í vor upp á 38 milljónir króna vegna tjónsins og segir Helgi að stjórn félagsins hafi enga ákvörðun tekið um aðra bótakröfu í ljósi skýrslunnar. Stjórnin komi þó saman í september þar sem þetta mál verði rætt. Hann segir skarðið í Heiðmörk ansi mikið vegna framkvæmdanna og að áratugavinna hafi að hluta til farið forgörðum. Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla hjá Kópavogsbæ, segir bæinn ekki véfengja niðurstöðu matsmanna og að það sé 502 trjám færra í Heiðmörk en þegar framkvæmdir við vatnslögnina hófust. Aðspurður um framhalds málsins segir Þór að Kópavogsbær hafi þegar sett sig í samband við Reykjavíkurborg og spurst fyrir um það, vegna óvissu um eignarhald á trjánum, hver sé afstaða Reykjavíkurborgar, hvort borgin telji að umrædd tré séu í sinni eigu, Skógræktarfélagsins eða einhvers annars. Kópavogsbær sé ekki að skorast undan ábyrgð heldur að fá úr því skorið hvaða forsendur liggi til grundvallar. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Samkvæmt skýrslunni voru 559 tré af fimm tegundum felld í framkvæmdunum en 57 þeirra var skilað. Kópavogsbær og Skógræktarfélag Reykjavíkur höfðu deilt um þann fjölda trjáa sem fjarlægð voru í framkvæmdunum. Hélt Kópavogsbær því fram fyrr á árinu að þau væru um 90 og byggðist sú tala á skýrslu verktaka. Skógræktarfélagið taldi hins vegar að þau væru um þúsund. Skýrsla matsmanna leiðir hins vegar í ljós að 559 tré voru fjarlægð og 57 skilað aftur. Að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, er ekki tekið tillit til náttúrulegra birkitrjáa í skýrslunni en ef þau hefðu verið talin með væri fjöldi trjánna 800-900. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið en býst við að funda með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar um málið. Skógræktarfélagið sendi Kópavogsbæ kröfu í vor upp á 38 milljónir króna vegna tjónsins og segir Helgi að stjórn félagsins hafi enga ákvörðun tekið um aðra bótakröfu í ljósi skýrslunnar. Stjórnin komi þó saman í september þar sem þetta mál verði rætt. Hann segir skarðið í Heiðmörk ansi mikið vegna framkvæmdanna og að áratugavinna hafi að hluta til farið forgörðum. Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla hjá Kópavogsbæ, segir bæinn ekki véfengja niðurstöðu matsmanna og að það sé 502 trjám færra í Heiðmörk en þegar framkvæmdir við vatnslögnina hófust. Aðspurður um framhalds málsins segir Þór að Kópavogsbær hafi þegar sett sig í samband við Reykjavíkurborg og spurst fyrir um það, vegna óvissu um eignarhald á trjánum, hver sé afstaða Reykjavíkurborgar, hvort borgin telji að umrædd tré séu í sinni eigu, Skógræktarfélagsins eða einhvers annars. Kópavogsbær sé ekki að skorast undan ábyrgð heldur að fá úr því skorið hvaða forsendur liggi til grundvallar.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira