Leikstjórinn Martin Scorsese fékk Directors Guild of America-verðlaunin fyrir mynd sína The Departed.
Bar hann sigur úr býtum í keppni við leikstjóra Dreamgirls, Babel, Little Miss Sunshine og The Queen. Þetta voru fyrstu Directors Guild-verðlaun Scorsese en hann hafði sex sinnum áður verið tilnefndur.
Verðlaunin eru talin gefa góða vísbendingu um hvaða leikstjóri hljóti Óskarsverðlaunin hinn 25. febrúar.
Aðeins sex sinnum í 58 ára sögu Directors Guild hafa leikstjórarnir ekki hampað Óskarnum í framhaldinu. Tveir af þeim leikstjórum sem kepptu um Directors Guild eru einnig tilnefndir til Óskarsins. Annars vegar Stephen Frears fyrir The Queen og hins vegar Alejandro González Iñárritu fyrir Babel.