Innlent

Komu upp um ránskvendi í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft hendur í hári 18 ára stúlku konu sem hafði plataða sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum.

Lögreglan á Suðurnesjum varaði við henni fyrir helgi en þá hafði hún í tvígang platað sig inn á eldra fólk með því að þykjast falast eftir dóti á tombólu og svo beðið um að fá að fara á salernið. Þegar inn var komið hirt hún svo verðmæti úr veskjum.

Lögregla hafði upp á stúlkunni í gær eftir að hafa fengið ábendingu í málinu og kom þá í ljós að hún hafði leikið þennan leik fjórum sinnum en ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hún játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær og telst málið því upplýst.

Stúlkan hefur ekki komist í kast við lögin áður en verið að athuga hvernig taka eigi á máli hennar, en það verður jafnvel gert með sáttamiðlun sem er ný leið innan kerfisins. Hún felst í því að leiða afbrotamann og brotaþola saman með það fyrir augum að ná samkomulagi um málalok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×