Risaeðlur og fyrsta hanagal 29. apríl 2007 12:00 Sveitin hefur gjarnan forgöngu um kynningu nýrra verka hér á landi. Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira