Aldarafmæli Íslandsvinar 21. febrúar 2007 10:00 Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Auden var einkar fjölhæfur höfundur. Þótt hann sé nú þekktastur fyrir ljóðin fékkst hann einnig við leikritaskrif, kvikmyndahandrit og gagnrýni auk þess sem íslenskir tónlistarunnendur geta nú notið textasnilli hans í óperunni Flagari í framsókn eftir Stravinskí sem nú er til sýninga í Ingólfsstrætinu. Auden hafði sérlegt dálæti á norrænni menningu og taldi sig eiga ættir að rekja til Íslands og ferðaðist hingað í tvígang. Í fyrri heimsókninni árið 1936 var hann í félagi við írska skáldið Louis MacNeice en í sameiningu skrifuðu þeir bókina Letters from Iceland sem geymir undarlega blöndu af kveðskap og prósa, staðháttalýsingar og skondnar sögur af ferðum þeirra um landið. Í seinna skiptið kom skáldið hingað til lands fyrir milligöngu þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og var þá haldið sérstakt skáldaþing honum til heiðurs þar sem helstu andans menn þjóðarinnar tóku þátt. Í þakkarræðu sinni við það tilefni lét hann þess getið að fyrir sér væri Ísland enn heilög jörð. Til minningar um þá heimsókn sína orti hann síðar kvæðið „Iceland Revisited“. Nýjasta hefti tímaritsins Jón á Bægisá er helgað minningu Audens en þar er að finna töluvert af áður óbirtum þýðingum á kvæðum skáldsins, þar á meðal kveðskap sem tengist Íslandsheimsóknum hans, auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Þýðandi og umsjónarmaður efnisins er Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir, en auk þess rita þar fleiri höfundar. Í tilefni af aldarafmælinu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, tímaritið Jón á Bægisá og breska sendiráðið fyrir hátíðardagskrá honum til heiðurs í dag. Þar flytja frú Vigdís Finnbogadóttir og sendiherrann Alp Mehmet ávörp um skáldið og verða ljóð hans lesin bæði á frummálinu og á ensku. Rithöfundurinn Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu og Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðingum sínum. Dagskráin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst hún kl. 15.30. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Auden var einkar fjölhæfur höfundur. Þótt hann sé nú þekktastur fyrir ljóðin fékkst hann einnig við leikritaskrif, kvikmyndahandrit og gagnrýni auk þess sem íslenskir tónlistarunnendur geta nú notið textasnilli hans í óperunni Flagari í framsókn eftir Stravinskí sem nú er til sýninga í Ingólfsstrætinu. Auden hafði sérlegt dálæti á norrænni menningu og taldi sig eiga ættir að rekja til Íslands og ferðaðist hingað í tvígang. Í fyrri heimsókninni árið 1936 var hann í félagi við írska skáldið Louis MacNeice en í sameiningu skrifuðu þeir bókina Letters from Iceland sem geymir undarlega blöndu af kveðskap og prósa, staðháttalýsingar og skondnar sögur af ferðum þeirra um landið. Í seinna skiptið kom skáldið hingað til lands fyrir milligöngu þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og var þá haldið sérstakt skáldaþing honum til heiðurs þar sem helstu andans menn þjóðarinnar tóku þátt. Í þakkarræðu sinni við það tilefni lét hann þess getið að fyrir sér væri Ísland enn heilög jörð. Til minningar um þá heimsókn sína orti hann síðar kvæðið „Iceland Revisited“. Nýjasta hefti tímaritsins Jón á Bægisá er helgað minningu Audens en þar er að finna töluvert af áður óbirtum þýðingum á kvæðum skáldsins, þar á meðal kveðskap sem tengist Íslandsheimsóknum hans, auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Þýðandi og umsjónarmaður efnisins er Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir, en auk þess rita þar fleiri höfundar. Í tilefni af aldarafmælinu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, tímaritið Jón á Bægisá og breska sendiráðið fyrir hátíðardagskrá honum til heiðurs í dag. Þar flytja frú Vigdís Finnbogadóttir og sendiherrann Alp Mehmet ávörp um skáldið og verða ljóð hans lesin bæði á frummálinu og á ensku. Rithöfundurinn Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu og Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðingum sínum. Dagskráin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst hún kl. 15.30.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira