Íslensk tónlist á Amie Street 21. febrúar 2007 08:45 Ingi Björn starfar við heimasíðuna amiestreet.com. MYND/Vilhelm Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. - Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. -
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“