Íslensk tónlist á Amie Street 21. febrúar 2007 08:45 Ingi Björn starfar við heimasíðuna amiestreet.com. MYND/Vilhelm Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. - Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. -
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira