Enski boltinn

Hodgson fær milljón punda ef hann bjargar Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham.
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar segja í dag að Roy Hodgson muni fá eina milljón punda, um 125 milljónir króna, í sinn hlut ef hann bjargar Fulham frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Hodgson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Fulham í stað Lawrie Sanchez sem var rekinn á dögunum.

Fulham er nú í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með fjórtán stig. Þó er ekki nema fjögur stig í Birmingham sem er í fjórtánda sæti deildarinnar.

Fátt virðist getað bjargað Derby sem er í botnsætinu með einungis sjö stig.

The Daily Mail segir að Hodgson hafi skrifað undir þriggja ára samning sem tryggi honum 25 þúsund pund í vikulaun.

Hann var síðast landsliðsþjálfari Finnlands sem náði góðum árangri undir hans stjórn. Hodgson hefur þar að auki víðtæka reynslu sem þjálfari en hann hefur einu sinni starfað í ensku úrvalsdeildinni áður.

Það var þegar hann var stjóri Blackburn í sautján mánuði. Fyrsta tímabilið hans gekk vel en þá hafnaði Blackburn í sjötta sæti deildarinnar. Hann var svo rekinn í nóvember árið 1998 eftir slæma byrjun á tímabilinu. Engu að síður féll Blackburn um vorið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×