Innlent

Ráðherra staðfestir samkomulag um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum.

Slökkvilið Fjarðabyggðar tekur að sér sjúkraflutninga allt frá Mjóafirði til Stöðvarfjarðar samkvæmt samningi Heilbrigðisstofunar Austurlands við bæjarfélagið. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur staðfest samninginn.

Samningsfjárhæðin nemur 38 milljónum króna á ári en um 360 sjúkraflutningar eru farnir að meðaltali á ári í Fjarðabyggð. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Austurlands muni eftir sem áður sjá um sjúkraflutninga á Vopnafirði, Seyðisfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og á Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×