Nemendur á Bifröst óánægðir með hækkun leiguverðs 11. júlí 2007 16:45 Háskólinn á Bifröst. MYND/365 Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira