Í sama skóla og James Bond 11. júlí 2007 01:30 Heiða Rún segir fyrirsætustörf á Indlandi hafa hjálpað sér í inntökuprófum í leiklistarskóla. Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira