Reykjavík verði grænasta borg veraldar 30. ágúst 2007 15:59 Borgaryfirvöld kynntu nýlega grænt skref sem felur í sér að eigendur vistvænna bíla fá ókeypis í bílastæði. MYND/GVA Flutningur samgöngumála til umhverfissviðs borgarinnar er liður í áætlunum borgaryfirvalda að gera Reykjavík að grænustu borg veraldar. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs.Eins fram kom í fréttum fyrr í dag stendur til að gera töluverðar stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg og verður framkvæmdasvið lagt niður en stofnaður sérstakur eignasjóður borgarinnar í staðinn sem sér um eignir borgarinnar, bæði fasteignir og land. Þá verður umhverfissvið að umhverfis- og samgöngusviði.Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðislfokksins, hefur verið formaður umhverfissviðs og verður formaður nýs umhverfis- og samgöngusviðs. Hann segir að óljós skil hafi verið milli samgöngu- og umhverfismála í borginni og spurning til dæmis hvort hjólreiðamál og málefni nýrra orkugjafa eins og metans og etanóls eigi að teljast umhverfismál eða samgöngumál. Með þessum breytingum séu samgöngumál gerð að umhverfismálum sem að mati borgaryfirvald sé framsækið skref.Grænu skrefin ekki marklaust plaggNú þegar hafa borgaryfirvöld tekin ákveðin skref í umhverfismálum með því að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó og bjóða upp á ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla í miðborginni. „Hugmyndir okkar um hin grænu skref sem við kynntum í vor eru ekki marklaust plagg heldur verður áfram unnið í samræmi við það sem þar kemur fram," segir Gísli og bendir meðal annars á að taka eigi göngustíginn frá Ægisíðu og upp í Elliðaárdal í gegn og aðskilja hjóla- og gönguumferð þar sem því verði komið við. Þá verði stígurinn hitaður og lýstur á köflum þannig að betur verði hægt að nýta hann yfir vetrartímann.Gísli bendir enn fremur að með sameiningu umhverfismála og samgöngumála undir einn hatt verði til að mynda mislæg gatnamót skipulögð með hagsmuni allra samgöngumáta að leiðarljósi, en ekki eingögu einkabílsins.„Svo ætlum við sem vinnum hjá borginni að taka allt okkar kerfi í gegn og kanna hvar við getum gert betur," segir Gísli og bendir á að innan skamms flytjist umhverfissvið inn í Höfðatorg ásamt nokkrum öðrum deildum borgarinnar. „Þar ætlum við að búa til samgöngustefnu fyrir okkar starfsfólk og ganga þannig á undan með góðu fordæmi," segir Gísli.Fram kom í fréttum á dögunum að Reykjavík væri í hópi grænustu borga heims og segir Gísli að hún sé grænust samkvæmt ýmsum mælikvörðum. Ógnin vegna meðal annars svifryks sé hins vegar fyrir hendi og gæta þurfi vel að því. „Okkar borg á að vera með minnstu mengunina og hreinasta vatnið," segir Gísli. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Flutningur samgöngumála til umhverfissviðs borgarinnar er liður í áætlunum borgaryfirvalda að gera Reykjavík að grænustu borg veraldar. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs.Eins fram kom í fréttum fyrr í dag stendur til að gera töluverðar stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg og verður framkvæmdasvið lagt niður en stofnaður sérstakur eignasjóður borgarinnar í staðinn sem sér um eignir borgarinnar, bæði fasteignir og land. Þá verður umhverfissvið að umhverfis- og samgöngusviði.Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðislfokksins, hefur verið formaður umhverfissviðs og verður formaður nýs umhverfis- og samgöngusviðs. Hann segir að óljós skil hafi verið milli samgöngu- og umhverfismála í borginni og spurning til dæmis hvort hjólreiðamál og málefni nýrra orkugjafa eins og metans og etanóls eigi að teljast umhverfismál eða samgöngumál. Með þessum breytingum séu samgöngumál gerð að umhverfismálum sem að mati borgaryfirvald sé framsækið skref.Grænu skrefin ekki marklaust plaggNú þegar hafa borgaryfirvöld tekin ákveðin skref í umhverfismálum með því að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó og bjóða upp á ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla í miðborginni. „Hugmyndir okkar um hin grænu skref sem við kynntum í vor eru ekki marklaust plagg heldur verður áfram unnið í samræmi við það sem þar kemur fram," segir Gísli og bendir meðal annars á að taka eigi göngustíginn frá Ægisíðu og upp í Elliðaárdal í gegn og aðskilja hjóla- og gönguumferð þar sem því verði komið við. Þá verði stígurinn hitaður og lýstur á köflum þannig að betur verði hægt að nýta hann yfir vetrartímann.Gísli bendir enn fremur að með sameiningu umhverfismála og samgöngumála undir einn hatt verði til að mynda mislæg gatnamót skipulögð með hagsmuni allra samgöngumáta að leiðarljósi, en ekki eingögu einkabílsins.„Svo ætlum við sem vinnum hjá borginni að taka allt okkar kerfi í gegn og kanna hvar við getum gert betur," segir Gísli og bendir á að innan skamms flytjist umhverfissvið inn í Höfðatorg ásamt nokkrum öðrum deildum borgarinnar. „Þar ætlum við að búa til samgöngustefnu fyrir okkar starfsfólk og ganga þannig á undan með góðu fordæmi," segir Gísli.Fram kom í fréttum á dögunum að Reykjavík væri í hópi grænustu borga heims og segir Gísli að hún sé grænust samkvæmt ýmsum mælikvörðum. Ógnin vegna meðal annars svifryks sé hins vegar fyrir hendi og gæta þurfi vel að því. „Okkar borg á að vera með minnstu mengunina og hreinasta vatnið," segir Gísli.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira