Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík 16. apríl 2007 06:45 Heiðarvatn í Mýrdal. Fagurt er um að litast við vatnið. Svissneskur auðmaður hefur keypt landið og hyggst rækta það upp. Veiðimenn eru sárreiðir yfir að komast ekki til veiða. Mynd/magnús jóhannsson Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur." Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur."
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira