Baugsmenn sýknaðir 25. janúar 2007 19:14 Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu." Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira