Ingibjörg Sólrún til sölu fyrir rétt verð 25. janúar 2007 07:45 Málaði olímálverk af Ingibjörgu Sólrúnu og stillti upp í glugga ljósmyndastofu sinnar. MYND/Hrönn „Ingibjörg er verðugt viðfangsefni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu. Bonni, eins Björn er kallaður, hefur oft tekið myndir af Ingibjörgu Sólrúnu og málaði málverkið eftir ljósmynd sem hann tók þegar Ingibjörg var borgarstjóri. „Það er svo sem engin meining á bakvið þetta, ég er enginn sérstakur fylgismaður Ingibjargar en hún hefur sterka andlitsdrætti og er umdeildur karakter, þannig mér fannst ekki úr vegi að mála af henni mynd. Fyrir jól var ég að spá hvað ég ætti að gera við myndina þegar konan mín stakk upp á því að ég hengdi hana upp í glugga á ljósmyndastofunni, það myndi ábyggilega vekja athygli.“ Bonni segir að Ingibjörg hafi séð málverkið og litist vel á en hann hefur líka fengið athugasemdir frá öðrum sem eru minna hrifnir. „Það er greinilega kominn kosningaskjálfti í menn,“ segir hann og hlær. „Ætli ég verði ekki að stilla upp myndum af mönnum úr öllum flokkum til að gæta jafnræðis.“ Spurður hvort verkið sé falt segir Bonni svo vera. „Það þyrfti að bjóða þokkalegan pening, en fyrir rétt verð er myndin til sölu.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ingibjörg er verðugt viðfangsefni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu. Bonni, eins Björn er kallaður, hefur oft tekið myndir af Ingibjörgu Sólrúnu og málaði málverkið eftir ljósmynd sem hann tók þegar Ingibjörg var borgarstjóri. „Það er svo sem engin meining á bakvið þetta, ég er enginn sérstakur fylgismaður Ingibjargar en hún hefur sterka andlitsdrætti og er umdeildur karakter, þannig mér fannst ekki úr vegi að mála af henni mynd. Fyrir jól var ég að spá hvað ég ætti að gera við myndina þegar konan mín stakk upp á því að ég hengdi hana upp í glugga á ljósmyndastofunni, það myndi ábyggilega vekja athygli.“ Bonni segir að Ingibjörg hafi séð málverkið og litist vel á en hann hefur líka fengið athugasemdir frá öðrum sem eru minna hrifnir. „Það er greinilega kominn kosningaskjálfti í menn,“ segir hann og hlær. „Ætli ég verði ekki að stilla upp myndum af mönnum úr öllum flokkum til að gæta jafnræðis.“ Spurður hvort verkið sé falt segir Bonni svo vera. „Það þyrfti að bjóða þokkalegan pening, en fyrir rétt verð er myndin til sölu.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira