Tyra og Paris rasa út í Reykjavík 24. febrúar 2007 09:30 Lygilegir hlutir eiga sér stað hjá Gleðileikhúsinu en þar er skyggnst um í öngstrætum Ísmericu. MYNDVilhelm Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira