Innlent

Eitt stærsta netþjónabú heims í Keflavík

Eitt af tuttugu stærstu gagnaverum heims verður starfrækt á Keflavíkurflugvelli ef samningar um orku takast. Forsenda þess að slíkt ver geti starfað hér á landi er að nýr sæstrengur verði lagður frá landinu.

Ef af verður þá munu á annað hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu. Það er fyrirtækið Verne Holding sem ætlar að reisa gagnaverið eða netþjónabúið á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. Verne Holding er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar og bandaríska fjárfestingafélagsins General Catalyst. Forsenda þess að hægt sé að reisa netþjónabúið er að nýr sæstrengur verði lagður frá landinu. Samningarviðræður þess efnis hafa staðið yfir frá því í byrjun október og að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarformanns Verne Holdings er vonast til að þeir verði undirritaðir í næstu viku. Farice hefur þegar ákveðið að leggja nýjan sæstreng í samvinnu við Ríkið og orkufyrirtækin.

Þegar undirritun samnings um nýjan sæstreng er frá verður farið á fullt í viðræður við Landsvirkjun um kaup á orku en þær viðræður eru að sögn Vilhjálms á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×