Innlent

Mikil hálka á vegum

MYND/HS

Mikil hálka er á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Varað er við hálku í öllum landsfjórðungum.

Á suðurlandi er hálka á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum og uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu. Á Vestfjörðum eru hálka og hálkublettir víða.

Þá eru einnig hálkublettir á Norðurlandi vestra og snjóþekja og éljagangur á helstu vegum. Á Norðurlandi eystra eru hálkublettir og snjóþekja. Á Austur- og Suðausturlandi eru víða hálkublettir og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×