Ráðherrar bera ábyrgð á Grímseyjarferjumáli Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2007 18:30 Formaður Framsóknarflokksins segir að núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra beri ábyrgð í málefnum Grímseyjarferjunnar. Hann telur að forsætisnefnd eigi að ræða málið og nefndin og Alþingi verði að ræða stöðu forseta Alþingis í þeim efnum. Embættismenn úr fjármála- og samgönguráðuneyti, Vegagerð og Ríkisendurskoðun komu á fund samgöngunefndar í morgun til að svara spurningum um kostnað við kaup og endursmíði nýrrar Grímseyjarferju. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður nefndarinnar segir greinilegt að allt of margt hafi farið úrskeiðis í þessu máli. Steinunn Valdís segir að þarna hafi átt sér stað klúður á klúður ofan. Það sé vissulega alvarlegt þegar svo miklir fjármunir sleppi í gegnum fingur embættismanna án þess að gripið sé inn í en þarna sé um miklu meiri kostnað en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú sé áætlað að ferjan geti kostað allt að 600 milljónir. Fjárlaganefnd hefur ferjumálið einnig til skoðunar. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd segir mikilvægt að fjárlaganefnd ljúki sinni vinnu og að hnútukasti milli fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar linni. Guðni segir að forsætisnefnd og Alþingi hljóti að taka þetta mál upp og þá verði að meta stöðu Sturlu Böðvarssonar forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. En mikilvægt sé að það liggi fyrir að Ríkisendurskoðun njóti trausts Alþingis. Steinunn Valdís segir málið í góðum höndum hjá samgöngu- og fjárlaganefnd og er ekki viss um að það þurfi að fara fyrir forsætisnefnd. Hún er hins vegar sammála Guðna um að ekki sé hægt að fjármálaráðuneytið, né önnur ráðuneyti deili við Ríkisendurskoðun opinberlega um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Steinunn Valdís vill ekki svara því nú hvort einhver einn eða fleiri verði að axla ábyrgð í málinu. Nú sé aðalmálið að fjárlaganefnd ljúki sinni skoðun á málinu og eftir það megi hugsanlega ræða um ábyrgð einstakra manna. Guðni Ágústsson ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar. "Ríkisendurskoðun er nú alltaf að skoða undir sængurnar og skoða hvort eitthvað sé óhreint og hefur haft það verkefni um langa hríð. Þannig að það er fast haldið um þennan þátt og fylgst með ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem betur fer," segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra beri ábyrgð í málefnum Grímseyjarferjunnar. Hann telur að forsætisnefnd eigi að ræða málið og nefndin og Alþingi verði að ræða stöðu forseta Alþingis í þeim efnum. Embættismenn úr fjármála- og samgönguráðuneyti, Vegagerð og Ríkisendurskoðun komu á fund samgöngunefndar í morgun til að svara spurningum um kostnað við kaup og endursmíði nýrrar Grímseyjarferju. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður nefndarinnar segir greinilegt að allt of margt hafi farið úrskeiðis í þessu máli. Steinunn Valdís segir að þarna hafi átt sér stað klúður á klúður ofan. Það sé vissulega alvarlegt þegar svo miklir fjármunir sleppi í gegnum fingur embættismanna án þess að gripið sé inn í en þarna sé um miklu meiri kostnað en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú sé áætlað að ferjan geti kostað allt að 600 milljónir. Fjárlaganefnd hefur ferjumálið einnig til skoðunar. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd segir mikilvægt að fjárlaganefnd ljúki sinni vinnu og að hnútukasti milli fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar linni. Guðni segir að forsætisnefnd og Alþingi hljóti að taka þetta mál upp og þá verði að meta stöðu Sturlu Böðvarssonar forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. En mikilvægt sé að það liggi fyrir að Ríkisendurskoðun njóti trausts Alþingis. Steinunn Valdís segir málið í góðum höndum hjá samgöngu- og fjárlaganefnd og er ekki viss um að það þurfi að fara fyrir forsætisnefnd. Hún er hins vegar sammála Guðna um að ekki sé hægt að fjármálaráðuneytið, né önnur ráðuneyti deili við Ríkisendurskoðun opinberlega um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Steinunn Valdís vill ekki svara því nú hvort einhver einn eða fleiri verði að axla ábyrgð í málinu. Nú sé aðalmálið að fjárlaganefnd ljúki sinni skoðun á málinu og eftir það megi hugsanlega ræða um ábyrgð einstakra manna. Guðni Ágústsson ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar. "Ríkisendurskoðun er nú alltaf að skoða undir sængurnar og skoða hvort eitthvað sé óhreint og hefur haft það verkefni um langa hríð. Þannig að það er fast haldið um þennan þátt og fylgst með ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem betur fer," segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira