Ráðherrar bera ábyrgð á Grímseyjarferjumáli Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2007 18:30 Formaður Framsóknarflokksins segir að núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra beri ábyrgð í málefnum Grímseyjarferjunnar. Hann telur að forsætisnefnd eigi að ræða málið og nefndin og Alþingi verði að ræða stöðu forseta Alþingis í þeim efnum. Embættismenn úr fjármála- og samgönguráðuneyti, Vegagerð og Ríkisendurskoðun komu á fund samgöngunefndar í morgun til að svara spurningum um kostnað við kaup og endursmíði nýrrar Grímseyjarferju. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður nefndarinnar segir greinilegt að allt of margt hafi farið úrskeiðis í þessu máli. Steinunn Valdís segir að þarna hafi átt sér stað klúður á klúður ofan. Það sé vissulega alvarlegt þegar svo miklir fjármunir sleppi í gegnum fingur embættismanna án þess að gripið sé inn í en þarna sé um miklu meiri kostnað en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú sé áætlað að ferjan geti kostað allt að 600 milljónir. Fjárlaganefnd hefur ferjumálið einnig til skoðunar. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd segir mikilvægt að fjárlaganefnd ljúki sinni vinnu og að hnútukasti milli fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar linni. Guðni segir að forsætisnefnd og Alþingi hljóti að taka þetta mál upp og þá verði að meta stöðu Sturlu Böðvarssonar forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. En mikilvægt sé að það liggi fyrir að Ríkisendurskoðun njóti trausts Alþingis. Steinunn Valdís segir málið í góðum höndum hjá samgöngu- og fjárlaganefnd og er ekki viss um að það þurfi að fara fyrir forsætisnefnd. Hún er hins vegar sammála Guðna um að ekki sé hægt að fjármálaráðuneytið, né önnur ráðuneyti deili við Ríkisendurskoðun opinberlega um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Steinunn Valdís vill ekki svara því nú hvort einhver einn eða fleiri verði að axla ábyrgð í málinu. Nú sé aðalmálið að fjárlaganefnd ljúki sinni skoðun á málinu og eftir það megi hugsanlega ræða um ábyrgð einstakra manna. Guðni Ágústsson ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar. "Ríkisendurskoðun er nú alltaf að skoða undir sængurnar og skoða hvort eitthvað sé óhreint og hefur haft það verkefni um langa hríð. Þannig að það er fast haldið um þennan þátt og fylgst með ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem betur fer," segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra beri ábyrgð í málefnum Grímseyjarferjunnar. Hann telur að forsætisnefnd eigi að ræða málið og nefndin og Alþingi verði að ræða stöðu forseta Alþingis í þeim efnum. Embættismenn úr fjármála- og samgönguráðuneyti, Vegagerð og Ríkisendurskoðun komu á fund samgöngunefndar í morgun til að svara spurningum um kostnað við kaup og endursmíði nýrrar Grímseyjarferju. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður nefndarinnar segir greinilegt að allt of margt hafi farið úrskeiðis í þessu máli. Steinunn Valdís segir að þarna hafi átt sér stað klúður á klúður ofan. Það sé vissulega alvarlegt þegar svo miklir fjármunir sleppi í gegnum fingur embættismanna án þess að gripið sé inn í en þarna sé um miklu meiri kostnað en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú sé áætlað að ferjan geti kostað allt að 600 milljónir. Fjárlaganefnd hefur ferjumálið einnig til skoðunar. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd segir mikilvægt að fjárlaganefnd ljúki sinni vinnu og að hnútukasti milli fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar linni. Guðni segir að forsætisnefnd og Alþingi hljóti að taka þetta mál upp og þá verði að meta stöðu Sturlu Böðvarssonar forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. En mikilvægt sé að það liggi fyrir að Ríkisendurskoðun njóti trausts Alþingis. Steinunn Valdís segir málið í góðum höndum hjá samgöngu- og fjárlaganefnd og er ekki viss um að það þurfi að fara fyrir forsætisnefnd. Hún er hins vegar sammála Guðna um að ekki sé hægt að fjármálaráðuneytið, né önnur ráðuneyti deili við Ríkisendurskoðun opinberlega um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Steinunn Valdís vill ekki svara því nú hvort einhver einn eða fleiri verði að axla ábyrgð í málinu. Nú sé aðalmálið að fjárlaganefnd ljúki sinni skoðun á málinu og eftir það megi hugsanlega ræða um ábyrgð einstakra manna. Guðni Ágústsson ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar. "Ríkisendurskoðun er nú alltaf að skoða undir sængurnar og skoða hvort eitthvað sé óhreint og hefur haft það verkefni um langa hríð. Þannig að það er fast haldið um þennan þátt og fylgst með ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem betur fer," segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira