Deilt um hvort svæði séu afmörkuð til hvalaskoðana Björn Gíslason skrifar 29. ágúst 2007 15:09 MYND/Valgarður „Þetta er áberandi versta sumarið og við höfum séð mun færri hrefnur bæði á Faxaflóa og við Húsavík en undanfarin ár," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Samtökin sögðu í tilkynningu í dag að tugir hrefna hefðu verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um hið gagnstæða en Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, kannast ekki við að ákveðið hafi verið með formlegum hætti að skipta svæðum sérstaklega milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Hvalaskoðunarsamtökin segja að frá því að vísindaveiðar á hval hófust árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun sé stunduð. Þá hafi í mun færri tilvikum tekist að sýna fólki hrefnur í návígi. Ásbjörn segir að verið sé að taka saman tölur um hversu mikil fækkun hafi orðið í þessm málum og þær verði kynntar þegar þær liggi fyrir. Ásbjörn segir aðspurður að hvalaskoðunarmenn séu ekki að skella skuldinni eingöngu á hvalveiðarnar, takmarkaðar rannsóknir hafi verið gerðar á þeim breytingum sem virðist vera að eiga sér stað í lífríkinu í kringum landið. Hins vegar hjálpi hvalveiðarnar að sjálfsögðu ekki til. Svikin loforð Ásbjörn segir upplýsingar Hafrannsóknarstofnunarinnar sýna að hrefnuveiðimenn við vísindaveiðar hafi farið inn á hvalaskoðunarsvæði á síðustu árum og drepið þar dýr. Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi lofað því við upphaf veiðanna að ekki yrði farið inn á skoðunarsvæðin en þau loforð hefðu nú verið svikin. Svæðin sem skoðað er á hafi legið fyrir löngu áður en vísindaveiðarnar fóru og megi meðal annars finna í bæklingum hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Ferðamönnum í hvalaskoðun hefur hins vegar fjölgað áfram þrátt fyrir hvalveiðarnar og aðspurður um ástæður þessa segir Ásbjörn að umhverfisverndarsamtök hafi rekið áróður fyrir því að menn héldu áfram að koma í hvalaskoðun og sýndu þannig hug sinn gagnvart hvalveiðum. „Það hefur klárlega orðið vöxtur í hvalaskoðun á síðustu árum og tekjur af þeim eru farnar að skipta verulegu máli á sumum stöðum," segir Ásbjörn og bendir á Húsavík sem dæmi. Hvalaskoðun þar skapi tekjur fyrir fleiri en aðstandendur hvalaskoðunarfyrirtækja því fólk ferðist um svæðið og verji þar fé. „Þegar horft er á efnahagslegar forsendur hvalveiða annars vegar og hvalaskoðunar hins vegar þá er það ansi ójafn ballans," segir Ásbjörn. Engin svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun með yfirlýsingu „Þetta er ekkert annað en þessi venjulegi áróður," Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, um ásakanir Hvalaskoðunarsamtakanna og segir það algjöra firru að hrefnuveiðimenn séu að fara inn á svæði hvalaskoðunarbáta. Hann er ósammála á Ásbirni og segir að þegar vísindaveiðar hafi hafist hafi Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, talað um að samkomulag yrði að vera á milli hrefnuveiðimanna og hvalaskoðunarmanna um málið. Hrefnuveiðimenn hafi lagt sig eftir því að vera ekki að veiðum á sama stað og tíma og hvalaskoðunarbátar og jafnvel sett sig í samband við hvalaskoðunarfyrirtækin til þess að sjá hvar bátar þeirra væru. „Það hefur hins vegar engin yfirlýsing verið gerð um ákveðna skiptingu svæða, það er hvað sé „þeirra“ svæði og hvað „okkar"," segir Gunnar. Hann bendir á að hvalaskoðun og hvalveiðar geti vel farið saman og vísar til Noregs sem fordæmis. Sjávarútvegsráðherra á ekki að skipta sér af markaðsmálum Aðeins á eftir að veiða tvær hrefnur af þeim 200 sem ákveðið var að veiða í vísindaskyni árið 2003. Tvö dýr veiddust nýlega og verður þeim landað á morgun en vísindaveiðunum á að vera lokið fyrir 5. september. Alls hafa 37 hrefnur verið veiddar í vísindaskyni frá því í apríl ár og sjö í atvinnuskyni en enn eru eftir 22 dýr af þeim atvinnukvóta sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út í fyrrahaust. Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að ekki yrði gefinn út meiri kvóti til hvalveiða fyrr en tekist hefði að selja afurðirnar. Hann lýsti því svo yfir í samtali við RÚV á laugardag að áfram yrði gefinn út kvóti vegna hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað. Gunnar Bergmann segir að sjávarútvegsráðherra eigi ekki að skipta sér að markaðsmálunum. „Við viljum bara fá kvóta á hrefnuna og svo ráða því sjálfir hvernig hann er nýttur. Við erum ekki í þessu nema vegna þess að við teljum að það sé markaður fyrir kjötið og að við getum grætt á þessu," segir Gunnar sem sér meðal annars ónýtt tækifæri fyrir hrefnuna á veitingastöðum í Ósló. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
„Þetta er áberandi versta sumarið og við höfum séð mun færri hrefnur bæði á Faxaflóa og við Húsavík en undanfarin ár," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Samtökin sögðu í tilkynningu í dag að tugir hrefna hefðu verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um hið gagnstæða en Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, kannast ekki við að ákveðið hafi verið með formlegum hætti að skipta svæðum sérstaklega milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Hvalaskoðunarsamtökin segja að frá því að vísindaveiðar á hval hófust árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun sé stunduð. Þá hafi í mun færri tilvikum tekist að sýna fólki hrefnur í návígi. Ásbjörn segir að verið sé að taka saman tölur um hversu mikil fækkun hafi orðið í þessm málum og þær verði kynntar þegar þær liggi fyrir. Ásbjörn segir aðspurður að hvalaskoðunarmenn séu ekki að skella skuldinni eingöngu á hvalveiðarnar, takmarkaðar rannsóknir hafi verið gerðar á þeim breytingum sem virðist vera að eiga sér stað í lífríkinu í kringum landið. Hins vegar hjálpi hvalveiðarnar að sjálfsögðu ekki til. Svikin loforð Ásbjörn segir upplýsingar Hafrannsóknarstofnunarinnar sýna að hrefnuveiðimenn við vísindaveiðar hafi farið inn á hvalaskoðunarsvæði á síðustu árum og drepið þar dýr. Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi lofað því við upphaf veiðanna að ekki yrði farið inn á skoðunarsvæðin en þau loforð hefðu nú verið svikin. Svæðin sem skoðað er á hafi legið fyrir löngu áður en vísindaveiðarnar fóru og megi meðal annars finna í bæklingum hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Ferðamönnum í hvalaskoðun hefur hins vegar fjölgað áfram þrátt fyrir hvalveiðarnar og aðspurður um ástæður þessa segir Ásbjörn að umhverfisverndarsamtök hafi rekið áróður fyrir því að menn héldu áfram að koma í hvalaskoðun og sýndu þannig hug sinn gagnvart hvalveiðum. „Það hefur klárlega orðið vöxtur í hvalaskoðun á síðustu árum og tekjur af þeim eru farnar að skipta verulegu máli á sumum stöðum," segir Ásbjörn og bendir á Húsavík sem dæmi. Hvalaskoðun þar skapi tekjur fyrir fleiri en aðstandendur hvalaskoðunarfyrirtækja því fólk ferðist um svæðið og verji þar fé. „Þegar horft er á efnahagslegar forsendur hvalveiða annars vegar og hvalaskoðunar hins vegar þá er það ansi ójafn ballans," segir Ásbjörn. Engin svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun með yfirlýsingu „Þetta er ekkert annað en þessi venjulegi áróður," Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, um ásakanir Hvalaskoðunarsamtakanna og segir það algjöra firru að hrefnuveiðimenn séu að fara inn á svæði hvalaskoðunarbáta. Hann er ósammála á Ásbirni og segir að þegar vísindaveiðar hafi hafist hafi Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, talað um að samkomulag yrði að vera á milli hrefnuveiðimanna og hvalaskoðunarmanna um málið. Hrefnuveiðimenn hafi lagt sig eftir því að vera ekki að veiðum á sama stað og tíma og hvalaskoðunarbátar og jafnvel sett sig í samband við hvalaskoðunarfyrirtækin til þess að sjá hvar bátar þeirra væru. „Það hefur hins vegar engin yfirlýsing verið gerð um ákveðna skiptingu svæða, það er hvað sé „þeirra“ svæði og hvað „okkar"," segir Gunnar. Hann bendir á að hvalaskoðun og hvalveiðar geti vel farið saman og vísar til Noregs sem fordæmis. Sjávarútvegsráðherra á ekki að skipta sér af markaðsmálum Aðeins á eftir að veiða tvær hrefnur af þeim 200 sem ákveðið var að veiða í vísindaskyni árið 2003. Tvö dýr veiddust nýlega og verður þeim landað á morgun en vísindaveiðunum á að vera lokið fyrir 5. september. Alls hafa 37 hrefnur verið veiddar í vísindaskyni frá því í apríl ár og sjö í atvinnuskyni en enn eru eftir 22 dýr af þeim atvinnukvóta sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út í fyrrahaust. Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að ekki yrði gefinn út meiri kvóti til hvalveiða fyrr en tekist hefði að selja afurðirnar. Hann lýsti því svo yfir í samtali við RÚV á laugardag að áfram yrði gefinn út kvóti vegna hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað. Gunnar Bergmann segir að sjávarútvegsráðherra eigi ekki að skipta sér að markaðsmálunum. „Við viljum bara fá kvóta á hrefnuna og svo ráða því sjálfir hvernig hann er nýttur. Við erum ekki í þessu nema vegna þess að við teljum að það sé markaður fyrir kjötið og að við getum grætt á þessu," segir Gunnar sem sér meðal annars ónýtt tækifæri fyrir hrefnuna á veitingastöðum í Ósló.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira