Volta Bjarkar komin á netið 31. mars 2007 13:15 Ásmundur Jónsson segir leka á netið vera órjúfanlegan hluta af því að gefa út plötur í dag. „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“ Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira