Upphefð í annað sinn 12. maí 2007 15:30 Leikarar Leikfélags Fljótsdalshéraðs, leikskáldið Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri fagna. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní. Sigríður Lára var fengin til að skrifa leikrit fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs í tilefni af fjörutíu ára afmæli þess í ár. Sigríður Lára steig einmitt sín fyrstu leikhússpor með því leikfélagi en hún er ættuð frá Egilsstöðum. „Það atvikaðist nú bara þannig að þau höfðu samband við mig og ég leyfði þeim að skoða draslið mitt og svo sögðu þau mér hvaða leikrit þau vildu að ég kláraði,“ segir höfundurinn hæversklega. Hún segist hafa komið sér upp dálitlum sarpi til að sækja í og þegar fólk hafi samband leyfi hún því að grúska í „draslinu“. „Þetta tiltekna verk varð til sem stuttverk sem leikfélagið Hugleikur setti upp árið 2004 og var sýnt á stuttverkahátíð hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Það var upphafið og endirinn. Þetta er búið að vera svolítið skrítin þróunarvinna því nú skrifaði ég miðjuna í því.“ Verkið Listin að lifa var síðan frumsýnt á Iðavöllum á Héraði í nóvember á síðasta ári í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Í umsögn dómnefndar, sem skipuð var Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og Hlín Agnarsdóttur, listrænum ráðgjafa Þjóðleikhússins, kom fram að í verkinu færi saman „góð tilfinning höfundar fyrir því sem gerir texta áhugaverðan til flutnings á leiksviði sem og skapandi og frumleg úrvinnsla leikstjórans á efnivið höfundar“. Leikritið lýsir lífi þriggja einstaklinga nánast frá vöggu til grafar og er margslungið í einfaldleika sínum. Sigríður Lára hefur fengist við leikritaskrif frá árinu 1996 og hefur til dæmis skrifað fyrir Hugleik og Stúdentaleikhúsið en verk hennar, Ungir menn á uppleið, sem hið síðarnefnda setti upp, var valið áhugaverðasta áhugaleiksýningin ársins 2001. Sigríður Lára kveðst, líkt og allir aðrir sem skrifa fyrir leikhús, alltaf vera á leiðinni að skrifa fyrir atvinnuleikhúsin líka. „Ég hef alltaf ætlað mér að klára eitthvað nógu vel til að senda til verkefnavalsnefndanna en síðustu ár hefur verið svo mikið að gera í öðrum verkefnum. Nú er náttúrlega borðleggjandi að maður þarf að taka sig á og fara að einbeita sér aðeins meira.“ Hún áréttar að leikskáldin séu alls ekki jafn bundin af skilgreiningum um atvinnu- eða áhugaleikhús enda takist fáum að lifa eingöngu af skrifum, hvað þá aðeins fyrir leikhúsin. „Vonandi tekst mér að gera mér einhvern mat úr þessari upphefð,“ segir hún kímin, „mér finnst hroðalega skemmtilegt að skrifa leikrit og að fá greitt fyrir það væri alveg fáranlega mikil draumastaða – þó ekki væri nema fyrir eitt og eitt.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní. Sigríður Lára var fengin til að skrifa leikrit fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs í tilefni af fjörutíu ára afmæli þess í ár. Sigríður Lára steig einmitt sín fyrstu leikhússpor með því leikfélagi en hún er ættuð frá Egilsstöðum. „Það atvikaðist nú bara þannig að þau höfðu samband við mig og ég leyfði þeim að skoða draslið mitt og svo sögðu þau mér hvaða leikrit þau vildu að ég kláraði,“ segir höfundurinn hæversklega. Hún segist hafa komið sér upp dálitlum sarpi til að sækja í og þegar fólk hafi samband leyfi hún því að grúska í „draslinu“. „Þetta tiltekna verk varð til sem stuttverk sem leikfélagið Hugleikur setti upp árið 2004 og var sýnt á stuttverkahátíð hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Það var upphafið og endirinn. Þetta er búið að vera svolítið skrítin þróunarvinna því nú skrifaði ég miðjuna í því.“ Verkið Listin að lifa var síðan frumsýnt á Iðavöllum á Héraði í nóvember á síðasta ári í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Í umsögn dómnefndar, sem skipuð var Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og Hlín Agnarsdóttur, listrænum ráðgjafa Þjóðleikhússins, kom fram að í verkinu færi saman „góð tilfinning höfundar fyrir því sem gerir texta áhugaverðan til flutnings á leiksviði sem og skapandi og frumleg úrvinnsla leikstjórans á efnivið höfundar“. Leikritið lýsir lífi þriggja einstaklinga nánast frá vöggu til grafar og er margslungið í einfaldleika sínum. Sigríður Lára hefur fengist við leikritaskrif frá árinu 1996 og hefur til dæmis skrifað fyrir Hugleik og Stúdentaleikhúsið en verk hennar, Ungir menn á uppleið, sem hið síðarnefnda setti upp, var valið áhugaverðasta áhugaleiksýningin ársins 2001. Sigríður Lára kveðst, líkt og allir aðrir sem skrifa fyrir leikhús, alltaf vera á leiðinni að skrifa fyrir atvinnuleikhúsin líka. „Ég hef alltaf ætlað mér að klára eitthvað nógu vel til að senda til verkefnavalsnefndanna en síðustu ár hefur verið svo mikið að gera í öðrum verkefnum. Nú er náttúrlega borðleggjandi að maður þarf að taka sig á og fara að einbeita sér aðeins meira.“ Hún áréttar að leikskáldin séu alls ekki jafn bundin af skilgreiningum um atvinnu- eða áhugaleikhús enda takist fáum að lifa eingöngu af skrifum, hvað þá aðeins fyrir leikhúsin. „Vonandi tekst mér að gera mér einhvern mat úr þessari upphefð,“ segir hún kímin, „mér finnst hroðalega skemmtilegt að skrifa leikrit og að fá greitt fyrir það væri alveg fáranlega mikil draumastaða – þó ekki væri nema fyrir eitt og eitt.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning