Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting 7. maí 2007 12:44 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. Flugvélin er smíðuð af kanadíska fyrirtækinu Bombardier og er af gerðinni Dash 8-Q300. Flugvélinni er hins vegar breytt af kanadíska fyrirtækinu Field Aviation sem selur Landhelgisgæslunni flugvélina. Þetta er tuttuguasta og fyrsta eintakið af sérhannaðri útgáfu af Dash 8-Q300 í heiminum, en strandgæslur í Svíþjóð, Ástralíu og Japan eru meðal þeirra sem nota sams konar flugvél. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu kaupsamninginn fyrir Íslands hönd í Þjóðmenningarhúsinu í morgun ásamt Joseph Farrell forstjóra Field Aviation. Flugvélin verður afhent í júlí árið 2009, eða um svipað leyti og Landhelgisgæslan fær einnig nýtt og fullkomið varðskip. Georg segir að nýja flugvélin geti lent á mun styttri flugbrautum en gamla Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar. Nýja vélin verður búin mun fullkomnari tækjum en Gæslan hefur yfir að ráða nú. Flugvélin kostar 2,1 milljarða króna en að auki liggja fyrir áætlanir um varahlutakaup upp á 200 milljónir króna. Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. Flugvélin er smíðuð af kanadíska fyrirtækinu Bombardier og er af gerðinni Dash 8-Q300. Flugvélinni er hins vegar breytt af kanadíska fyrirtækinu Field Aviation sem selur Landhelgisgæslunni flugvélina. Þetta er tuttuguasta og fyrsta eintakið af sérhannaðri útgáfu af Dash 8-Q300 í heiminum, en strandgæslur í Svíþjóð, Ástralíu og Japan eru meðal þeirra sem nota sams konar flugvél. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu kaupsamninginn fyrir Íslands hönd í Þjóðmenningarhúsinu í morgun ásamt Joseph Farrell forstjóra Field Aviation. Flugvélin verður afhent í júlí árið 2009, eða um svipað leyti og Landhelgisgæslan fær einnig nýtt og fullkomið varðskip. Georg segir að nýja flugvélin geti lent á mun styttri flugbrautum en gamla Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar. Nýja vélin verður búin mun fullkomnari tækjum en Gæslan hefur yfir að ráða nú. Flugvélin kostar 2,1 milljarða króna en að auki liggja fyrir áætlanir um varahlutakaup upp á 200 milljónir króna.
Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira