Ísland áberandi á tískuviku 10. ágúst 2007 01:00 Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira