Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu 2. október 2007 10:14 Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira