Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu 2. október 2007 10:14 Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira