Mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Björn Gíslason skrifar 2. október 2007 10:43 Menntamálaráðherra telur mikilvægt að tryggja stöðu tungunnar í stjórnarskrá. MYND/Eyþór Árnason Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira