Mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Björn Gíslason skrifar 2. október 2007 10:43 Menntamálaráðherra telur mikilvægt að tryggja stöðu tungunnar í stjórnarskrá. MYND/Eyþór Árnason Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira