Söngveröld við Mývatn 5. júní 2007 04:45 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur fram ásamt fjölda söngvara Þátttakendur á árlegri Kórastefnu við Mývatn verða um tvöhundruð og fimmtíu talsins. Árleg kórastefna fer fram við Mývatn nú í vikunni og stefnir fjöldi söngfólks þangað til að stilla saman sína tónlistarstrengi. Að þessu sinni liggja fyrir tvö stór verkefni auk þess sem þátttökukórarnir munu syngja fjölbreytt efni á þrennum tónleikum. Hátíðin stendur yfir frá 7.-10. júní. Á fimmtudaginn verða tónleikar í félagsheimilinu Skjólbrekku en þar syngja Kvennakór Akureyrar og Kammerkór Norðurlands. Daginn eftir verða tónleikar á harla óvenjulegum stað; þá syngja kórarnir Sálubót, Uppsveitasystur, Vestfirsku valkyrjurnar og Kvennakór Akureyar í hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal en þar er víst afbragðs hljómburður. Lokatónleikarnir fara síðan fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð á sunnudaginn en þá verður frumflutt messan „Mass of the Children“ eftir tónskáldið John Rutter. Þátttakendur verða um áttatíu söngvarar úr blönduðum kórum víðs vegar af landinu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvarnir Halla Dröfn Jónsdóttir og Ásgeir Páll Ágústsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur undir stjórn Guðmunduar Óla Gunnarssonar. Sérstakur gestur stefnunnar að þessu sinni er bandaríski kórstjórnandinn Lynnel Joy Jenkins en hún mun stýra rúmlega hundrað félögum úr kvennakórum landsins sem flytja munu heimstónlist úr öllum áttum á lokatónleikunum. Lögin verða öll flutt á frummáli sínu en þau eru meðal annars frá Kína, Rússlandi og Suður-Afríku. Listrænn stjórnandi kórastefnunnar er Margrét Bóasdóttir. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árleg kórastefna fer fram við Mývatn nú í vikunni og stefnir fjöldi söngfólks þangað til að stilla saman sína tónlistarstrengi. Að þessu sinni liggja fyrir tvö stór verkefni auk þess sem þátttökukórarnir munu syngja fjölbreytt efni á þrennum tónleikum. Hátíðin stendur yfir frá 7.-10. júní. Á fimmtudaginn verða tónleikar í félagsheimilinu Skjólbrekku en þar syngja Kvennakór Akureyrar og Kammerkór Norðurlands. Daginn eftir verða tónleikar á harla óvenjulegum stað; þá syngja kórarnir Sálubót, Uppsveitasystur, Vestfirsku valkyrjurnar og Kvennakór Akureyar í hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal en þar er víst afbragðs hljómburður. Lokatónleikarnir fara síðan fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð á sunnudaginn en þá verður frumflutt messan „Mass of the Children“ eftir tónskáldið John Rutter. Þátttakendur verða um áttatíu söngvarar úr blönduðum kórum víðs vegar af landinu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvarnir Halla Dröfn Jónsdóttir og Ásgeir Páll Ágústsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur undir stjórn Guðmunduar Óla Gunnarssonar. Sérstakur gestur stefnunnar að þessu sinni er bandaríski kórstjórnandinn Lynnel Joy Jenkins en hún mun stýra rúmlega hundrað félögum úr kvennakórum landsins sem flytja munu heimstónlist úr öllum áttum á lokatónleikunum. Lögin verða öll flutt á frummáli sínu en þau eru meðal annars frá Kína, Rússlandi og Suður-Afríku. Listrænn stjórnandi kórastefnunnar er Margrét Bóasdóttir.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira