Kiks, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, stendur fyrir námskeiði í kvikmyndahandritagerð nú um helgina.
Handritalæknirinn Clare Downs heldur fyrirlestra báða dagana um uppbyggingu kvikmyndahandrita. Clare þessi hefur unnið sem framleiðandi og handritalæknir auk þess sem hún hefur haldið námskeið í handritagerð út um heim allan.
Í dag verður legið yfir myndinni Fucking Amal eftir Lukas Moodyson og á morgun verður farið í óskarsverlaunamyndina Das leben der anderen.
Fyrirlestrarnir fara fram á Hótel Íslandi um helgina og standa frá 10 til 18. Aðgangseyrir á hvorn fyrirlestur fyrir sig er 7500 krónur.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.wift.is