Innlent

Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum.

Landssamband sjálfstæðiskvenna efndi til fundar í Valhöll í morgun um jafnréttisfrumvarp félagsmálaráðherra. Líflegar umræður urðu á fundinum en Drífa Hjartardóttir formaður sambandsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún væri í það heila ánægð með frumvarpið en þætti of langt gengið að heimila Jafnréttisstofu að skylda fyrirtæki til að láta af hendi upplýsingar og gögn sem stofan telur nauðsynleg til að upplýsa brot á jafnréttislögum.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að hann og fleiri þingmenn Sjálfstæðismanna muni greiða atkvæði gegn ýmsum ákvæðum frumvarpsins eða sitja hjá - þar sem það gangi of langt. Bjarni Benediktsson er sammála því.

Hann sat í nefnd sem samdi keimlíkt frumvarp í vor - og bókaði, einn nefndarmanna, fimm athugasemdir við málið, var ósáttur meðal annars við afnám launaleyndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×