Sex manna sýning á Seyðisfirði 9. ágúst 2007 07:00 Brotin milli hleina - innsetning Ingveldar og BJNielsen verður sýnd almenningi í Skaftfelli í kvöld en stærri sýning opnar þar á laugardag. Sýningarhöllin í Skaftfelli á Seyðisfirði er öxullinn í sýningarhaldi á Austurlandi. Þar verður opnuð sýning á laugardag á verkum sex myndlistarmanna. Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð sýna þar verk og Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir og BJNielsen setja upp innsetningu á Vesturveggnum og verður sá hluti opinn gestum frá og með deginum í dag. Innsetningu sína kalla þau Brotin milli hleina. Verða listamennirnir með tónleika í kvöld kl. 22. Sýningarnar á Vesturveggnum í sumar eiga það sammerkt að vera unnar af listamönnum sem vinna jöfnum höndum í tónlist og myndlist. Laugardagsopnunin er með öðrum blæ en atburður dagsins: Erla Þórarinsdóttir sýnir verkið Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma, Hulda mun sýna hluta verksins MUNASKRÁ, Jón Óskar sýnir nokkrar teikningar og Steingrímur Eyfjörð sýnir nýtt verk Einar 1 til Einars 2. Verk Erlu Þórarinsdóttur samanstendur af 6 málverkum af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík, máluð í skalanum 1:50. Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja eru sameignleg rými, viðmið okkar á önnur rými, hegðun okkar, verðmætamat og sjálfsímynd. Verk Huldu Hákon, MUNASKRÁ eru 350 spjöld þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar á 350 kössum sem eru í geymslum Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kassarnir sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar vinnustofa Jóhannesar Sveinssonar Kjarval var tæmd í lok sjöunda áratugarins. Jón Óskar tínir saman í teikningum sínum flókinn myndheim, iðandi af tilvísunum í listasöguna, samfélagssöguna og sögu Jóns Óskars sjálfs og hans kynslóðar. Yfirbragð verkanna er því kannski torrætt en um leið kunnuglegt því þar er skráð í fljótaskrift frásögn okkar flestra sem lifað höfum sömu tíma og Jón hér uppi á Íslandi og í nálægum löndum, sem er í senn almennt og persónulegt því vinna hans og forvitni hafa opnað Jóni ýmsa sýn og þjálfað hann í þeirri list að tengja ólíkar nálganir og miðla í mynd og texta. Á ferli sínum hefur Jón haldið myndlistinni nokkuð utan við önnur störf sín en oft hefur þó opnast á milli og Jón nýtt sér efni úr hönnunarvinnu sinni og myndskreytingum til að vinna í myndlistarsýningu. Steingrímur Eyfjörð sýni nýtt verk, 2Einar 1 til Einars 2 og er verkið útlegging á tveimur ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson. Steingrímur er í brennidepli athygli sunnar í álfunni en hann er fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin er opin milli 13.00 og 18.00 alla daga og stendur til 11. nóvember. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Sýningarhöllin í Skaftfelli á Seyðisfirði er öxullinn í sýningarhaldi á Austurlandi. Þar verður opnuð sýning á laugardag á verkum sex myndlistarmanna. Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð sýna þar verk og Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir og BJNielsen setja upp innsetningu á Vesturveggnum og verður sá hluti opinn gestum frá og með deginum í dag. Innsetningu sína kalla þau Brotin milli hleina. Verða listamennirnir með tónleika í kvöld kl. 22. Sýningarnar á Vesturveggnum í sumar eiga það sammerkt að vera unnar af listamönnum sem vinna jöfnum höndum í tónlist og myndlist. Laugardagsopnunin er með öðrum blæ en atburður dagsins: Erla Þórarinsdóttir sýnir verkið Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma, Hulda mun sýna hluta verksins MUNASKRÁ, Jón Óskar sýnir nokkrar teikningar og Steingrímur Eyfjörð sýnir nýtt verk Einar 1 til Einars 2. Verk Erlu Þórarinsdóttur samanstendur af 6 málverkum af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík, máluð í skalanum 1:50. Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja eru sameignleg rými, viðmið okkar á önnur rými, hegðun okkar, verðmætamat og sjálfsímynd. Verk Huldu Hákon, MUNASKRÁ eru 350 spjöld þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar á 350 kössum sem eru í geymslum Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kassarnir sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar vinnustofa Jóhannesar Sveinssonar Kjarval var tæmd í lok sjöunda áratugarins. Jón Óskar tínir saman í teikningum sínum flókinn myndheim, iðandi af tilvísunum í listasöguna, samfélagssöguna og sögu Jóns Óskars sjálfs og hans kynslóðar. Yfirbragð verkanna er því kannski torrætt en um leið kunnuglegt því þar er skráð í fljótaskrift frásögn okkar flestra sem lifað höfum sömu tíma og Jón hér uppi á Íslandi og í nálægum löndum, sem er í senn almennt og persónulegt því vinna hans og forvitni hafa opnað Jóni ýmsa sýn og þjálfað hann í þeirri list að tengja ólíkar nálganir og miðla í mynd og texta. Á ferli sínum hefur Jón haldið myndlistinni nokkuð utan við önnur störf sín en oft hefur þó opnast á milli og Jón nýtt sér efni úr hönnunarvinnu sinni og myndskreytingum til að vinna í myndlistarsýningu. Steingrímur Eyfjörð sýni nýtt verk, 2Einar 1 til Einars 2 og er verkið útlegging á tveimur ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson. Steingrímur er í brennidepli athygli sunnar í álfunni en hann er fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin er opin milli 13.00 og 18.00 alla daga og stendur til 11. nóvember.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira