Mats Wibe Lund fagnar löngum ferli 18. ágúst 2007 02:45 Gautar frá Siglufirði á sjötta áratugnum. Ljósmynd:Mats Vibe Lund Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira